Núja tölvan bara biladi??

Enn er komin í lag núna mikið var ég svekkt

Já gledilegt sumar allir bloggvinir mínir og takk fyrir að kíkja á mig.

Þad hefur svo margt gerst hjá mér.

Já og ég skal nú segja ykkur að þarna með eineltismálið að þad voru 2 reknir ég meina sagt upp sem betur fer  þvílíkur léttir fyrir alla held ég.

Stelpan mín kemur ekki heim eins og ég hélt Frown Ottó maðurinn hennar fékk svo gott atvinnutilboð í Kaupmannahöfn sem ekki var hægt að sleppa eins og ég hlakkadi til að hafa þau hjá mér....

En svona er bara lífið er það ekki? Kanski fer ég bara út að heimsækja hana í sumar reyndar er smá vandamál í gangi    ekkert hjá henni

Kanski get ég sagt ykkur þad síðar enn ég er svo örg og reid eitthvað núna og sem betur fer er madurinn minn á sjó best geymdur þar

Ætla ad kvedja ykkur núna og hafið það  gott.


Gerdi allt vitlaust :-)

Ég er svo stollt af sjálfri mér og vidurkenni þad með hér og nú.

Á föstudaginn talaði ég vid trúnaðamanninn á vinnustad mínum um ummrætt EINELTISMÁL. Ég sagði honum frá hegdun yfirmannsins sem hló framan í mig.

Í morgun fórum ég og trúnadarmadurinn á fund með yfirmanni þá var honum ekki hlátur í huga einu sinni. Þar gat ég sagt alveg frá A til Ö hverju ég hefði orðid vitni að í sambandi vid ákveðinn mann og hvernig vinnufélagarnir leggðu hann í einelti.

Hann varla trúði þessu enn ákvað að fylgjast með í dag og hann sá og heyrði hvað var í gangi því hann lagði eyrun loksins við hlustir

á morgun verður talað við þessa ákveðnu adila og spurning hvað gerist    ég bara þoldi þetta ekki meira og takk bloggvinir þið kvöttuð mig nú enn meira áfram í þessu máli Leyfi ykkur svo heyra hvernig gengur  það er svo margt sem að mig langar að skrifa en tel það ekki skynsamlegt að svo stöddu en hugsið ykkur ad fullorðið fólk skuli geta látið svona? Hvað er að ?


Hugleiding

Ég hef mikid hugsad og mikið verið velta fyrir mér smá máli sem er kanski ekkert smá mál.

Þannig er á vinnustad mínum er meiri hluti af karlmönnum og allt í lagi með það  þeir eru skemmtilegir og gladir

enn ég hef tekid eftir einu    þetta er nokkud stór  vinnustadur enn þad er einn madur lagður í einelti þarna. þetta er bara venjulegur madur um fertugt, mér ad minsta kosti finst það.

duglegur að vinna sína vinnu og gerir þad sem honum er sagt að gera svo hef ég tekid eftir að hinir eru að gera grín ad honum og þad fyrir samviskusemi sína gagnvart fyrirtækinu. meira að segja segja ljót orð um hann af því þeim finst hann eigi ekki ad vera svona hlidhollur fyrirtækinu.

Segji ykkur að þessi madur er bara verkamaðdur þarna og er bara ad vinna sína vinnu eins og hann á ad gera á meðan hinir sem taka hann svona fyrir eru bara að hanga og gera ekki neitt oft nema ad tefja tímann til að þeir fái meira útborgað og skíta svo þennan mann út sem að er ad vina vinnuna sína.

Ég talaði vid yfirmanninn um þetta að mér fyndist eitthvad skrýtid þarna á seiði hann bara hló

Ég er ótrúlega reið yfir þessu


Halló heimur

Nú er maðurinn minn aftur farin á sjó, tíminn var geðveikur á meðan því hann dúllaði við mig á alla kanta og auðvitað ég við hann á meðan hann var í landi bara stoppid of stutt.

Ég gleymdi að segja ykkur að ég á eina  dóttur sem hefur verið við nám í Danmörku en er að klára núna í apríl og ætlar hún að vera heima hjá mér í sumar og vinna og Otto kærastinn hennar sem er alveg mergjað, þá er ég ekki svona mikið ein.

Hlakka svo til. Enn allt bara sama hér verð að koma mér í rúmið ætla að vinna á morgun. Takk þið sem nennið að kíkja á bloggid mitt 


Hæ hæ

Ég er alveg á lífi sko er að venjast því kanski að blogga er frekar að skoða ykkar blogg.

Allt bara vid það sam hjá mér. Minn maður er að koma af sjónum eftir 2 daga og þad verdur frábært.

held að vorið sé að koma allavega bráðum

en sáuð þid í sjónvarpinu þegar að Jón Baldvin sagði hispurslaust að reka ætti Davíð Oddson úr seðlabankanum?  Jedúdda mín hvernig þorði hann það.  Davíð örugglega hringt brjálaður eftir þáttinn Gasp og skammað kallinn þvílíkt.

Bæ í bili


Er svo glöð og meira enn það....

Já þegar að ég kom úr vinnunni, þá ákvað ég að kíkja á nýja bloggið mitt.. og  ja húa he,ég hef eignast fullt af bloggvinum Grin og á eftir að kynnast örugglega betur. Takk fyrir það,  ég vinn svona 2 til 4 tíma á dag því ég er ein af þessum ömurlegu öryrkjum.  En það er bara svoleiðis er að reyna að sætta mig við það.

Mottoið hjá mér er að reyna að eignast myndavél fyndið kanski þegar að ég sé kanski 12 ára börn með slíkt og á ekkert slíkt tækji sjálf   Gasp en þad var tölva númer 1 2 3 og 4 hjá mér til að stytta mér stundirnar því ég er mikið ein  og hana hef ég fengið     Whistling   Maðurinn minn á 5 börn og okkur langar oft til að gera meira fyrir þau en við getum.

En lífið getur samt verið dásamlegt ekki satt?


Ég um mig og þannig

Kanski á ég að kynna mig betur !!!!!!!

Svo einhverjir vilja vera bloggvinir mínir......

nr 1 á ekki stafræna myndavél eða skanna og get ekki sett inn mynd af mér þó að sæt sé og með eindæmum sexy Tounge það er leitt.

nr 2 ég á mann sem er sjómaður

nr 3 ég á 2 börn sem að Guð geymir og varðveitir þar til ég kem til þeirra

nr 4 ég er frek og veit af því, nei er frekar svona ákveðinn.

nr 5 ég elska að elda góðan en samt fremur fljótlegan mat svo sendið mér uppskriftir

nr 6 ég var að fá nýja tölvu í dag Grin

nr 7     þið fáið að vita það í næstu færslu...................  Gasp


Núna ætla ég ad prófa nýtt og skemmtilegra blogg.....

Góðan daginn

Ég vona ad ég eigi eftir að eignast hér skemmtilega bloggvini  Tounge  endilega kommentid á mig.

Ég ætla hér að tjá mig um mig og mínar meiningar  ha ha ha eða þannig.

Hef lesið svo mörg skemmtileg blogg hér, svo að ég ákvað að skella mér í hópinn með ykkur.

Ég hef búið vítt og breytt um landið um árin.   Takk að sinni


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband